Til að byrja með er ég ekki að drulla á ykkar skoðun. Ég er ekki að sannfæra ykkur um að kjósa annað en þið viljið.

Ég vil bara benda ykkur á eina staðreynd. Staðreynd sem ekki er hægt að neita.

Málin hljóða þannig að ESA(EFTA Surveillance Authority) eru búnir að gefa út yfirlýsingu, sú yfirlýsing hljóðar þannig að ríkið skal ábyrgjast það sem eftir er af Icesave skuldinni(þegar Landbankinn er búinn að borga það sem hann mögulega getur). Þeir eru búnir að skoða lögin og telja þetta vera rétt samkvæmt lögum. Í síðustu 29 málum sem þeir hafa tekið fyrir, hafa þeir tapað 2.

ESA hefur haft rétt fyrir sér í 93% af síðustu 29 málum. Með því að segja "Nei" ertu að leggja undir marga milljarða á það að þeir hafi rangt fyrir sér. Með því að segja "Nei" ertu að gera það veðmál.

Heimild: http://icelandreview.com/icelandreview/daily_news/?ew_0_a_id=362812

"The ESA rejects the argument by Icelandic authorities that European regulations on the repayment of deposits don’t apply when a country’s entire economic system collapses"



Nú frá staðreyndum yfir í vangaveltur.

Fólk segir að, mikil áhætta felist einnig í samningnum, aðallega vegna gengisáhættunnar.
Það er rétt, gengisáhætta er til staðar. Ef gengið veikist, þá hækkar skuldin, ef gengið styrkist, þá lækkar skuldin.

Þá er spurningin, hvort er líklegra að gengið veikist eða styrkist á næstu árum? Í grein Tryggva Þórs Herbertssonar, hagfræðings, telur hann líklegt að gengið muni frekar styrkjast en veikjast á næstu árum. Þau rök eru að finna í greininni hans hér fyrir neðan. Gengið er búið að hrynja fyrir frekar stuttu(2008-2009), er líklegt að það haldi áfram að hrynja? Er ekki líklegara að það mjaki sér ofar hægt og rólega? Er það ekki það sem gerist eftir svona stórt hrun, efnahagskerfið réttir úr sér smám saman?

Heimild: http://blog.eyjan.is/tthh/2011/04/07/9-stadlausar-stadhaefingar-um-icesave/ - númer fjögur.