Mikið hefur verið rætt um skinkur bæði hér og annars staðar. Það skrítna er að ég hef aldrei nokkurntíma séð eða heyrt neinn verja þær, öllum virðist finnast þetta look hrikalega ljótt.
Mig langar að heyra frá strákum sem fíla skinkurnar, einhverjum hlýtur að finnast þær flottar. Annars meikar þessi tíska engan sens.

Persónulega finnst mér þessar stelpur vera gera sér mikinn óleik með þessu útliti, væru mun huggulegri með sinn háralit og minni brúnku.

Þetta er ekki skítkast.