Þannig er nú mál með vexti, að ég er 16 stúlka, sem flutti til útlanda með móður minni fyrir 2 árum, þessari ákvörðun var ég svolítið á móti, en þannig var þetta bara.
Ég byrjaði á því að klára 1o.bekk & móðir mín kynntist manni, sem að við svo fluttum inn til.
Eftir eitt ár af hreinu helvíti í skólanum, þar sem að mér leið ömurlega og bað móður mína oft á dag að fá að flytja til baka, en hún harðneitaði þar sem að hún var hæstánægð með sambýlinginn og lífið sjálft. Þetta endaði oft með hörðum rifrildum, öskrum og hurðaskellum. Svo loksins byrja ég í menntaskólanum, sem var svoleiðis gerður fyrir mig, þar sem að ekki er til nein svona menntun á íslandi og ég eignaðist allt í einu vini, sem bara gætu ekki verið betri og stuðningsfyllri, þá varð ég hæstánægð með lífið.
Haustið sem að ég byrjaði þá í þessum tiltekna menntaskóla hætti móðir mín með sambýlingnum sínum, og við fluttum út.
Eftir það hefur hún alltaf verið vælandi um að fara aftur heim og að það sé svo niðurdrepandi að vera hérna, og nennir eiginlega ekki miklu öðru en að fara í vinnuna og sofa.
Ég hélt að þetta yrði bara stuttvarandi, svona rétt eftir sambandsslitin, en núna er komin febrúar, og þetta hefur ekki farið í burtu. En ég er ekkert á því að flytja heim núna, ég á vini, líf & er í yndislegum skóla.
Hún virtist nú ekki ná því og segir að ég eigi fullt af vinum og fjölskyldu heima, og ég gæti léttilega byrjað í íslenskum skóla, en hvað á ég að gera þar? það er ekkert þar sem að vekur minn áhuga, og við skulum nú segja að mér leið ekkert of vel þar svosem áður en við fluttum út.
Ég sagði henni að ég gæti alveg leigt herbergi og klárað skólann hérna á meðan hún nyti sín á Íslandi, en hún neitar að skilja mig eina eftir.
Er þetta bara sjálfselska í mér að láta móður minni líða illa bara af því að ég vill menntun eða ætti hún að leyfa mér að klára þessi skitnu 3 ár
og drífa sig svo aftur heim?