Mannleg samskipti: (meira svona samskiptavandamál)
Einhverra hluta vegna á ég ekki auðvelt með mannleg samskipti.
Flest allt sem ég segi kemur vitlaust útúr mér og fólki finnst venjulega ekkert gaman að tala við mig eða finnst gaman að hlægja að mér þegar ég er að tala.

í Grunnskóla (sem ég man óljóst eftir) varð ég fyrir einelti.
Ég man ekki mjög mikið eftir því en það hefur örugglega haft mikil áhrif á mig og hegðun mína í dag.
Í þokkabót er ég skilnaðarbarn frá eins árs aldri.

Í vinnuni þegar ég var að tala við einn strák þá var hann með svona rón í röddini eins og honum væri alveg sama um það sem ég var að segja.
líka í vinnuni þá var einn strákur (köllum hann “kúka” útaf sögunni sem hann var að segja)

Allavega þá var kúki að tala um að hann þyrfti að kúka alveg svakalega og var að tala við strákinn sem var með tóninn í röddinni eins og honum væri alveg sama og einn góðan vin minn og hann var að tala um að hann ætlaði að fara heim til sín á facebook chattið og tala við
alvegsamatónsraddargæjan þegar hann væri á klóstinnu og segja honum frá kúknum.
Strákunum fannst þetta rosalega sniðugt sem hann var að segja og fannst hann sniðugur og skemmtilegur.

Í dag var kúki og alvegsamatónsraddargæjinn með mér í vinnuni og þeir voru að vinna saman með teamwork og gaman og ég var “einn útí” horni að vinna og hann var að tala við
alvegsamatónsraddargæjan og glaðlegur í röddinni og segja brandara saman.
Síðan leit hann á mig og varð alvarlegur í röddinni og var eitthvað "haltu áfram að vinna

Mamma sagði að þegar ég hafi verið lítill (svona 4-5 ára) þá hafi ég oft verið að biðja hana um að sýna mér svipbrigðin
”Mamma hvernig ertu reið á svipinn“ eða
”Mamma hvernig ertu glöð á svpinn"
Það var eins og ég skildi ekki hvernig hvaða svipbrigði litu út
En þegar ég var líka á þessum aldri og mamma ‘skammaði mig’ eða ‘hesti’ á mig þá fór ég alltaf að gráta, því ég var svo viðkvæmur

Í 2. eða 3. bekk fór ég til sálfræðins og á námskeið vegna félagslegra vandamála sem ég átti.

Þegar ég var í hópi fólks (vina) þá er eins og ég æstist alltaf upp og varð bara með “trúðslæti” sem gæti tengst athyglisbrest og ofvirkni sem ég greindist á mörkunum með í leikskóla

Drengur sem ég kalla minn besta vin. Mér finnst eins og hann tali af meiri áhuga við aðra eins og kannski alvegsamatónsraddargæjan og fleiri.

Nóg um það

Ég hef gefist upp á mannlegum samskiptum
ég nenni ekki að reyna að kynnast eða tala við fólk því það er fífl og leiðinlegt. Það væri snilld að hætta í skóla kaupa sér flatskjá, PS3,byrja að spila COD og fleiri leiki. Loka sig af verða feitur,drekka mountain dew og borða ruslfæði.

Ég þoli ekki fólk.
eða eitthvað