Úff, þetta er allsstaðar. Hvernig getur þetta verið rétt? Eins og t.d. með spurningamerkin. Það fer sérstaklega í taugarnar á mér þegar fólk sem er grunnskólagegnið, eða jafnvel háskólagengið gerir bil á undan jafnvel punkti.
Dæmi:
Spurning?
Spruning ?- Rangt.
Spurning.
Spurning .- Rangt.
Spurning!
Spurning !- Rangt.
Þetta fer alveg ógurlega í taugarnar á mér. Svo þegar ég bendi fólki vinsamlega að þetta sé rangt þrætir það. Auðvitað á t.d. spurningamerki á eftir seinasta staf í setningunni.

Vona að ég hljómi ekkert sérstaklega bitur.
Takk fyrir mig.