Ég fékk þessa gátu senda:
Þetta er hluti af prófi sem Microsoft leggur fyrir þá sem sækja um starf
hjá fyrirtækinu. Þrautin er leysanleg og engin brögð í tafli. Microsoft
ætlast til þess að þú getir leyst hana á innan við 5 mínútum.!!

Tónleikar með U2 byrja eftir 17 mínútur. Í hljómsveitinni eru 4 meðlimirog
þurfa þeir að fara yfir brú til þess að komast á sviðið. Allir fjórireru
við sama endann á brúnni. Þú þarft að hjálpa þeim að komast yfir brúna.Það
er nótt og eitt vasaljós. Aðeins tveir geta farið yfir brúna í einu.Þeir
sem fara yfir, hvort sem það er einn eða tveir, verða að nota vasaljósið.
Það verður að bera vasaljósið yfir og má ekki henda því á milli.
Hljómsveitarmeðlimirnir ganga mishratt. Þegar tveir ganga saman þá verða
þeir að ganga á hraða þess sem gengur hægar.

Bono: 1 mínútu að ganga yfir.
Edge: 2 mín. að ganga yfir.
Adam: 5 mín. að ganga yfir.
Larry: 10 mín. að ganga yfir.

Sem dæmi, ef Bono og Larry ganga fyrst yfir þá tekur það 10 mínútur. Ef
Larry fer síðan aftur yfir með vasaljósið þá eru liðnar 20 mín. og þeir
ná ekki í tæka tíð.

Ath.
Það eru engin brögð í tafli aðeins þarf að flytja mennina í réttri röð
til þess að ná markmiðinu.

—-

Ég bara spyr, er þetta virkilega hægt, ég bara fatta þetta ekki!
er einhver genius sem kann þetta bara segja mér plís hvort þetta sé ráðanlegt :)

<br><br><a href="http://www.gummijoh.net/hlynur/katrinalma“ onmouseover=”window.status='KaTrInAl';return true;“ onmouseout=”window.status='';return true;“><IMG SRC=”http://216.40.198.77/mysmilies/s/contrib/aahmed/biggrin.gif“ border=0><i><b>KaTrInAl</b></i></a><p><br>
<a href=”http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=500462&iBoardID=52">Setjum íslandsmet í greinasvörum!</a