Nei nú er ég orðinn þreyttur á þessu!

Ég bókstaflega þoli ekki þegar maður er að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu og svo koma auglýsingar inná milli sem eru alltaf háværari en þátturinn!!!
Það vildi t.d. svo til að ég var að horfa á veðurfregnirnar á RÚV. Þegar þær byrjuðu kemur hel***** TM lagið sem sprengir nærri í mér hljóðhimnuna þannig að ég tek hljóðið af áður en hún er búin og set það svo aftur á þegar veðurfréttirnar byrja. Svo þegar þær eru búnir kemur þessi hel***** hávaði aftur!!! Þetta fer alveg rosalega í taugarnar á mér

Þetta er ekki bara á RÚV, heldur líka á Stöð 2 og Skjá einum og jafnvel útlendum stöðvum. Þetta er alveg skelfilegt. Maður þarf að vera tilbúinn að lækka þegar það koma auglýsingar.

Hafið þið t.d. ekki lent í því að reyna að tala við einhvern en þá eru auglýsingar í gangi og upphefst þá mikil leit að fjarstýringunni vegna þess að maður heyrir ekki neitt í hinum og hvað þá að hinn heyri í manni sjálfum? Ég get svo svarið það að maður heyrir stundum sjálfan sig ekki hugsa fyrir þessu.

Má nefna að TM auglýsingin er einhver skelfilegasti hávaði sem ég heyri í

Vá hvað mér líður betur

Takk takk…