Hmm! Mér finnst þetta ekki tengjast Nöldri því ég er nú frekar hissa á aðstæðum frekar en að nöldra yfir þeim.

ég set þetta hér.

Ég á systir sem ég kalla X
Og aðra sem ég kalla Z
og aðra sem kallast Y

Okei, núna fyrir stuttu hélt ég uppá afmælið mitt með systir minni Y og við ætluðum að halda smá pizzu party og svo djamm eftirá …
og X og maðurinn hennar ætluðu að koma og vera með, og ætluðu
að láta Z passa litla barnið þeirra (sem er 1 árs)
En svo ætlaði maður X að fara heim og vera með barninu eftir pizzu partyið.

Svo er ég alveg á fullu yfir daginn að hlaupa um og gera allt tilbúið og þar á meðal mig sjálfa, þurfti að tóna upp úr svörtum lit yfir í brúnann (tókst vel b.t.w.) og kaupa mat og snakk fyrir partyið og áfengi fyrir mig og meira til.
Ég var frá hádegi og alveg að partyinu að gera þetta.

Svo kem ég heim sjálf um 7 leytið og er að gera mig tilbúna, ég og X og maðurinn hennar ætluðum að fara í sama bíl, þarsem hún býr á sama stað og ég.

Svo fæ ég að heyra frá X að maðurinn hennar er orðinn geðveikt svangur og vilji fara. (Vil taka það fram að ég var c.a. korter að gera mig ready. Skipti fljótt um föt og skellti svo á mig maskara og púðri)

Svo förum við út í bíl og taka þau þá allt í einu barnið sitt með, ég skildi ekki alveg en svo endar þetta með því að hann skilar mér og X fyrir utan staðinn þarsem partyið var haldið.

Þá hafði hann ákveðið að koma ekki og vera með barnið bara.
Okei, leiðinlegt, hefði verið gaman að hafa hann með en allt í lagi.

Við förum inn (ég og X) og hittum Y og hennar mann, höldum pitzu partyið og höfum gaman og svo koma allir vinirnir seinna meir og þaðverður heljarinnar party.

Daginn eftir er X bara í góðu við mig og við tölum saman og svona.

Svo um kvöldið erum við Z einar heima og erum bara báðar að sitja upp í sófa með fartölvurnar okkar og erum bara á tjillinu.

Svo kemur X heim og segir frekar pirruð ,,stelpur farið úr sófanum! ég þarf að svæfa"

Ég og Z segjum að við getum búið til pláss, en við séum ekki að fara færa okkur, við vorum nú þarna á undan.
Og að hún gæti nú alveg svæft hana inn í herbergi, það tæki bara korter, en ef hún væri hérna frammi myndi vera öskur og grát.

X fer í rosalega fýlu og blótar okkur eins og ég veit ekki hvað. Mér aðallega.

Svo seinna um kveldið blockar hún og maðurinn hennar mig á msn og FB .. og ég fæ skilaboð frá henni að hún skuli sko aldrei tala við mig aftur og að ég sé bara ógeðslega leiðinleg og tillitslaus…Hún gerði þetta áður fyrir svona nákvæmlega ári… alveg nákvæmlega sama hegðun…


Ég fatta þetta ekki, er þetta ekki eitthvað sem maður gerði þegar maður var 6 ára?

(semsagt að fara í fýlu út í systkini sín afþví maður komst ekki í sófann)fattar þú þetta?
~ Systematic, Sympathetic