Gott kvöld fólk!

Mér þætti gaman að vita hvernig þið leggið bílum (þið sem keyrið þ.e.a.s.!). Það eru til margar útgáfur af því, og tvær tegundir af skiptingum (að sjálfsögðu mun fleiri en ég ætla að setja allar tegundir af sjálfskiptingu í eina). Einnig er lagt á jafnsléttu eða í brekku.

bsk, jafnslétta:

a) í einhverjum gír, án handbremsu
b) í einhverjum gír, með handbremsu
c) í hlutlausum, með handbremsu

ssk, jafnslétta

d) í P, án handbremsu
e) í P, með handbremsu
f) í N, með handbremsu

bsk, brekka upp eða niður

g) í einhverjum gír, láta hann grípa, taka í handbremsu
h) í einhverjum gír og taka í handbremsu áður en bremsu er sleppt
i) í hlutlausum, með handbremsu
j) í einhverjum gír, án handbremsu

ssk, brekka upp eða niður

k) í P, með handbremsu
l) í P, án handbremsu
m) í N, með handbremsu

Býst við að allir séu með annaðhvort tvo bókstafi eða fjóra. Ég giska að *a*, *d*, *g* og *k* verði algengustu svörin.

Vinsamlega svarið líkt þessu, svo hægt verði að fara yfir svörin og finna út hverju var svarað fljótt svo hægt er að sjá hvað verði algengast:

b
d
l

Hlakka til að sjá hvað verður algengast af hvaða lagningu á hvaða bíl. : )

Bkv
J

PS: Finnst þetta eiga heima á /Tilverunni. Það er nefnilega í tilveru margra að keyra bíl og leggja honum. ; )