Ég átti skemtilegt spjall við íslenskukennarann minn, sem er með mastersgráðu í íslensku, um nýyrði s.s. Talva/Tölva og Pulsa/Pylsa.

Allavegna, talva, tölva, pylsa og pulsa eru allt nýyrði, sem þýðir að þetta eru nöfn á tiltölulega nýjum hlutum á Íslandi sem þurfti að finna nafn á og eru fyrrtalin orð öll jafnrétt í íslensku.

Ef við tökum fyrst Pylsa/Pulsa:
Bæði orðin eru jafnrétt, þó að pylsa hafi upprunalega verið “réttara”, hefur þetta þróast í þessa átt, og vegna þess að þetta er nýyrði, er ekkei hægt að sporna við þeirri þróun sem á sér stað; Íslendingar aðlaga þetta að sinni málnotkun.
Það virðist sem flestir hafi sætt sig við þetta, og séu hættir að rífast um þetta.

En annað er upp á teningnum með orðið Tölva/Talva:
Fólk virðist ekki hafa aðlagast því að bæði orðin séu rétt, sem þau eru. Þó að tölva hafi alltaf verið talið “réttara”, því að það er sett saman af orðunum tölur og völva en tala er eintölumynd orðsins tölur, þannig að þarna hefur átt sér stað ákveðin þróun, sem ekki er hægt að sporna við.

Ég og kennarinn minn vorum sammála um að talva væri fallegra orð, það beygist eins og “fjölskylduorðin”: bróðir, systir, móðir og faðir, og er dregið af orðinu tala í staðin fyrir tölur.

ATH: Það er ekki hægt að nota rökin “Ég er í talvuleikur”, “Ég sit við talvuborðið mittt” og “Ég er bara í talvunni”.
Þetta er algjörlega vitlaus beyging, þetta er eins og að segja “Ég skrifa á lykillborð” eða “Ég fór í gítartími”
ATH nr.2
Það er ekki hægt að nota rökin, “skyr - skur” því að skyr er ekkki nýyrði, og þarf enga aðlögun.