(VARÚÐ: Tilgangslaust væl að neðan)

Ég er einfaldlega að vaxa upp úr huga :(

Var að skoða gamlar greinar eftir mig þar sem ég er kringum 14 ára og rökræðandi við fólk. Ég hljómaði vægast sagt eins og hálfviti þarsem ég náttúrulega var svona ungur, en flestir sem ég var að rökræða við voru jafnaldrar þannig þeir hljómuðu jafn heimskulega.

Núna eru tímarnir breyttir..Eitthvað svo öðrvísi. Endalaust af heiladauðu fólki og hálfvitum.

Ég held bara að það sé út af því að maður er að vaxa upp úr þessu. Ég er að rökræða við börn í 90% tilfella og þess vegna fæ ég örugglega þessa tilfinningu að eitthvað sé verulega breytt.

Ég held að maður vaxi einfaldlega upp úr huga einn daginn, og svo eru það við Old timerarnir sem gerðum það aldrei sem sitjum fastir með krökkunum :(

Kudos til ykkar old timera, það er alltaf jafn gaman að rökræða við ykkur.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.