já, ég var sum sé í búðinni áðan og var eitthvað að skoða og sá þá ömmu og mömmu með einn krakka, mér sýndist á þessu að krakkinn hafi átt að velja sér eitthvað að drekka, því hún hélt á powerade eða eitthvað og amman, í staðinn fyrir að seeeegja bara að svona væri ekki í boði, nánast argaði á krakkann ‘það er ekkert svona orku kjaftæði!!!!’, srsly, þetta heyrðist örugglega yfir alla búðina. Þá brást krakkinn við á versta veg auðvitað (bæði að fá ekki það sem hún vildi og það var öskrað á hana), henti flöskunni í gólfið og fór að grenja og mamman sagði eitthvað að svona væri ekki fyrir börn og krakkinn argaði þá enn meira og fór að reyna lemja mömmuna, og hún var sennilegast svona 7 ára og var að haga sér svooooona.

Þá fór ég að pæla, kannski væri krakkinn betri í mannasiðum á almannafæri og ekki svona viðkvæmur ef það væri ekki argað svona á hana. Rifjaðist þá upp fyrir mér samræður við vinkonu mína nýlega, af hverju þurfa sumir foreldrar alltaf að öskra á krakkana sína ef það er eitthvað svona? Ég var frekar lengi að registera suma mannasiði (hagaði mér þó ekki svona), því þar til ég var orðin alveg talsvert gömul gerði ég mér einfaldlega ekki grein fyrir að sumt sem ég lét út úr mér við aðra eða úti í búð væri dónalegt, og mamma gerði það þá langoftast að bókstaflega ARGA Á MANN og lesa yfir manni eins og hundi, í staðinn fyrir að segja mér bara rólega að þetta væri ekki í samræmi við mannasiði og maður ætti ekki að segja svona. Núna veit ég auðvitað að þetta var dónaskapur í mér en ég gerði mér ekkert grein fyrir því þá, og fannst bara eðlilegt að segja þessa hluti, en nei svo um leið og maður var kominn út í bíl var argað á mann ,,ÞVÍLÍKUR DJÖFULSINS DÓNASKAPUR Í ÞÉR ENDALAUST, KRAKKI, ÞÚ SKAL EKKI VOGA ÞÉR AÐ TALA SVONA!!! :@“ og svo oftar en ekki var maður rekinn inn í herbergi um leið og heim var komið

Svo var þetta líka oft, oft svona hjá öðrum krökkum sem ég þekki, alltaf verið eitthvað að öskra og skammast. Mér finnst þessi svokallaða ,,uppeldisaðferð” foreldra ekki vera alveg að gera sig, þetta lætur barninu bara líða illa og skömmustulega og á endanum þorir maður varla að svara fólki af ótta við að segja óvart eitthvað dónalegt.

ég og þessi vinkona mín vorum líka að tala um þetta leyfi sem kennarar og gangaverðir veita sjálfum sér að öskra á annara manna börn. ég skil það bara ekki heldur, það hefur enginn rétt á því að öskra og garga á börn annars fólks, þá sérstaklega pirrar það mig þegar gangaverðir gera það, þar sem þeir hafa engin þannig réttindi í sínu starfi eða menntun í meðhöndlun barna. ég gekk í nokkra grunnskóla á minni grunnskólagöngu og það voru alltaf nánast allir gangaverðirnir þar að öskra á krakkana og lesa yfir þeim, mér finnst bara enginn sem er ekki foreldri barnsins hafa rétt á að öskra á það og skamma.

líka, lítil börn á aldrinum 2-4 ára, þegar þau hella niður úr glasinu sínu eða missa eitthvað, af hverju í andskotanum SKAMMA sumir foreldrar þau fyrir það? annar svona hlutur sem ég bara skiiiil ekki, ekki eins og börnin séu að gera það viljandi, þau eru bara ekki komin með nógu mikla stjórn og jafnvægi í líkamann, jesús, djöfulsins heimska pakk sem svona foreldrar eru.

ég er orðin pirruð á því að hugsa um þetta, djís, en endilega discuss.