Hvaða rugl er þetta?

Ég er búinn að vera að sjá þessar heil og hálfsíðu auglýsingar í fréttablaðinu þar sem er birtur einhver partur úr bókinni.

Þetta er það sem ég sé so far:
Þetta er enn ein af þessum cult bókum sem fólk á einhvern hátt kolfellur alltaf fyrir.
Höfundur er sjálfumglöð og brengluð manneskja sem trúir því virkilega að allir í heiminum hafi látið plata sig inn í einhverskonar samsæri og gangi bara um í blindni meðan hún sjálf hefur séð ljósið og rís yfir alla þessa heimsku dauðlegu menn.
Partarnir sem ég hef lesið úr þessari bók hingað til eru bara innihaldslaust rugl sem er sett upp til að láta manni finnast að maður sé virkilega að lesa eitthvað.
Dæmi: “Þetta er allt eitt stórt rugl, allir ganga bara um og þykjast eitthvað skilja í einhverju þegar sannleikurinn er að einginn skilur neitt í neinu. Enda er í raun og veru ekkert til að skilja í einu eða neinu, allt saman er þetta bara rugl.”
Ég tek fram að þetta var ekki úr bókinni sjálfri, ég skáldaði þetta upp á staðnum til þess að sanna hversu auðvellt það er að búa svona rugl til.

Ég bíst við því að tvennskonar manneskjur muni kaupa þessa bók.

1.Fólk sem finnst eitthvað vanta í líf sitt og er asnalegt, það sér síðan þessa bók og hugsar: "Vá, en sniðugt, þetta er það sem mig hefur vantað. Ekki vinnu, ekki maka, ekki áhugamál. Nei það var þetta. JEEEII.

2.Fólk sem er í saumaklúbbi eða einhverju svipuðu með fólki eins og dæmi númer eitt og kaupir hana og dáir vegna hópþrýstings.

En, þetta er það sem mér finnst og það skiptir nú mjög litlu máli, það sem skiptir máli er: hvað finst ÞÉR??
Nýju undirskriftar reglurnar sökka