Voðalega einföld spurning. Hver er tilgangurinn með huga?
Hver fjármagnar síðuna og til hvers?
Mig rámar í að síminn eigi huga en ég stórefast um að hugi.is sé rekinn í einhverjum gróða þar sem maður sér voðalega fáar auglýsingar hér.

Og kostnaðurinn við að halda uppi “serverum” og geymslan á öllum upplýsingum og svo náttúrulega starfsfólkið sem viðheldur huga.

Semsagt þótt hugi.is sé að mínu mati besti íslensku afþreyðingarvefurinn og hefur hjálpað fullt af fólki á sinn máta var ég að kveikja á því rétt áðan.
Hver er tilgangurinn með huga?
Og hvernig er síðan fjármögnuð?
Ég efast um að þetta sé góðgerðarstarfsemi.

Vona að einhver geti svarað mér (:
Lol, þú last þetta.