Um daginn var ég í tíma, nánar tiltekið myndlist.
Við vorum bara tvær sem voru í þessum tíma og kennarinn var bara eitthvað að faðma tré útum allt. Stelpan er örugglega ágætis stelpa nema hún er með ÓÞOLANDI ávana!
Meira að seigja nokkra!
- Hún snýr uppá hárið á sér með fingrinum og rykkir(rikkir?) svo í, og það koma svona ógeðsleg hárslítuhljóð og lítil hár fara útum allt. Svona var hún í heila kennslustund.
- Hún var með tyggjó. Hún smjattaði svo á þessu jórturleðri sínu að hún varð lafmóð!
Ég hlustaði þá þetta “ smjattsmjatt - hárslítihljóð-smjattsmjatt” í þónokkurntíma… Ég var að verða geðveik!

En svo er ég í öðrum tíma sem er ísl403… ég endurtek : Íslenska fjögurhundruð og þrír! og var að gera verkefni með strák sem kunni ekki að skrifa rétta stafsetningu og gerði fullt af málfræðivillum. Þannig þegar hann sendi mér sinn hlut af verkefninu þurfti ég að gjörasvo vel og byrja að leiðrétta allt helvítis blaðið!

Það var líka stelpa með okkur í hóp sem ætlaði að senda mér sinn part af verkefninu svo ég gæti sent kennaranum alla verkefnishlutana saman. Og hér bíð ég og bíð og ekkert verkefni komið… Ég gæti endanlega orðið geðveik!

Takk fyrir að lesa og afsakið ef þið skiljið ekki orðarunurnar sem einhvernveginn tróðu sér á skjáinn.
mmm vááá hvað það er gott að nöldra í smástund :D