Góða kvöldið, kæru Hugarar. Ég var á heimleið frá Selfossi áðan að skutla félögum mínum frá
skemmtistað, við vorum undir Ingólfsfjalli og sá ég þá Lögregluna út í kanti með ENGIN ljós
kveikt á bifreið sinni.
Ég hugsa með mér og finnst þetta frekar mikill háskaleikur hjá Lögreglunni og ræði við félaga mína og eru þeir sammála mér.
Ég ákvað að tilkynna þetta til Lögreglunnar á Selfossi og hringi þangað og einn maður svarar þar.
Ég segi við hann “Ég er með kvörtun hérna.
Það er Lögreglu bíll hérna undir Ingólfsfjalli með engin ljós í gangi og ég tel að það skapi hættu fyrir umferð.
Hann svarar ”Og hvar sérð þú það í umferðalagabókinni“ Ég segi við hann ”Samkvæmt umferðalögum ber mönnum skilt að hafa kveikt ljós á bílnum sínum ef honum er lagt út í kanti, hvort það sé, stöðuljós, hasarljós eða dagsljós.“ Hann heldur áfram að segja mér að vitna í lögin og ég segi honum að ber skylt að hafa ljós kveikt á bílnum EF þú getur því annars getur skapast mikil hætta á umferð því hvað veist þú um það að einhver sofni undir stýri eða drukkinn ökumaður sé að keyra á Laugardagskvöldi.
Þá byrjar hann að segja ”Hlífðu mér“ Þá segi ég ”Ha? Hvað
meinarðu? Ég er bara að segja þér að láta þá vita af því að þeir eru að gera lögbrot.“
Svo segir hann aftur ”Hlífðu mér“ Þá segi ég ”Ætlarðu að láta þá vita af þessu?“
Hann segir þá ”Nei“ og ég segi þá ”Jæja, vertu þá blessaður“ og skelli á.

Ég hef heyrt að þegar Lögreglumenn séu með slökkt á öllum ljósum sínum bílnum sé kallað ”nornaveiðar" en þá eru þeir að fiska út þá bíla sem þeir lítast ekki vel á, semsagt stoppa þá bara sem keyra of hratt eða eru grunsamlegir, en Lögreglan verður ALLTAF að sjást og hún má EKKI fela sig án þess aðrir sjái.




Ræðið þetta, mér er sama hvort einhverjum finnist þetta rétt eða rangt en allavega finnst mér Lögreglan þarna fara frekar með rangt mál.