Ég féll á prófi í dag. *andvarp*

Ég er ekki búinn að fá úr því ennþá en ég er allveg viss um það. Ég vissi bókstaflega ekkert á því.
Það er blanda af því að mér leiðist náttúrufræði og að ég var með slæman kennara.
Þetta verður í fyrsta sinn síðan í þriðja bekk sem ég fæ undir 7 á prófi.
Ég reyni að hugsa svona: “Hvað ætli gerist svo sem, kreppan heldur áfram og átökinn í gaza líka þó ég falli á einu miðsvetrarprófi í nátúrufræði”
En svo hugsa ég um aðra menn sem hugsuðu svona og liggja nú undir teppi á hlemmi og gráta.

Æ ég veit hvað ég á að hugsa.
Nýju undirskriftar reglurnar sökka