Ég hef verið að taka eftir því nýlega að oftast þegar ég borða af svona hringlóttum diski þó borða ég alltaf fyrst það sem er lengra frá mér, og ef ég er að fá mér eiithvað set ég það alltaf lengst frá mér.

Svo var afi minn með frekar undarlegar matarvenjur.
Hann borðaði alltaf rabarbarasultu með öllum mat sem hann borðaði, án gríns - hann borðaði rabarbarasultu með öllu.
Hann setti alltaf sultu á diskinn sinn, án þess að hann vissi hvað hann væri einu sinni að fara borða.
Hann borðaði sultu með pizzu, dýfði semsagt pizzunni ofan í eða setti sultu ofan á hana, hann borðaði sultu með pylsu, fiski, hamborgara, name it! bara öllu.
Ég held að hann sé hættur þessu núna (held ég) en þetta var allavega mjög furðulegt tímabil, man ég.

Hvað með ykkur, eruð þið eða einhver sem þið þekkið með einhverjar svona óvenjulegar matarvenjur?