Ég nöldra svo sjaldan hérna að ég hlít að meiga gera það núna…og já, ég geri mér grein fyrir því að margir eiga mikið meira bágt en ég og þetta er lítið “vandamál” en hey, þetta er nöldurkorkurinn.

Málið er að ég er að fara í MUNNEGT frönskupróf á morgunn! Ohh, og ég hlakka ekki til! Flott tungumál en það er svooo erfitt að tala það og erfitt að skilja mælt mál oooog svona milljón hlutir sem kennarinn gæti spurt mig að.

Ég er að reyna að undirbúa mig núna en ég bara get alls ekki lært núna! Er búin með alla orkuna…ég bara get ekki einbeitt mér að þessu :( Ohh, á eftir að sjá eftir því á morgunn þegar ég mun vera ein fyrir framan kennaran og ekki getað komað upp orði.

Ohh, jæja, varð bara að koma þessu frá mér. -Já, plús það ég er að deeeyja úr þreytu..er að sofna hérna við tölvuna :(Bætt við 27. nóvember 2008 - 20:52
Ef þið kunnið frönsku væri æðislegt ef þið gætuð hjálpað mér með eitt… Hvernig segir maður

Hann veit að hann mun deyja.

Er aðeins í vandræðum með þetta…
An eye for an eye makes the whole world blind