Andskotinn.
Ég ætla að kvarta smá, þú opnaðir þetta, og gætir þessvegna bara lesið þetta.

Það var ógeðslegt veður í gær og ég gat ekki sofnað fyrr en um 3 eða eitthvað.
Ég er að drepast í bakinu og hálsinum og ég er ennþá með smá ískur í eyrunum eftir tónleikana á laugardaginn.
Ég gleymdi iPodinum mínum heima og ég get án gríns ekki lifað af heilan skóladag án hans.
Ég er með ógeðslega undarlegt bragð uppí mér.
Ég sakna kærastans míns.
Mig fokkin langar heim og langar að sofa í þrjár aldir helst.
Ég er búin að vera ógeðslega pirruð og paranoid síðustu vikur og veit ekki afhverju, finnst eins og engum líki við mig og bara eins og ég sé alveg óþarfi.
Afhverju núna?
Afhverju breyttist allt, allt í einu?
Ég hef ekki gert neitt öðruvísi, mér leið mjög vel og alltíeinu varð lífið bara ógeðslega leiðilegt.
Ekki segja EMO, þetta kallast þunglyndi.
Ég þoli ekki skólann, ég reyni að standa mig í mætingu útaf annars fæ ég ekki að fara í VMA.
Ég hata að læra, þetta gerist allt alltof hratt, ég höndla þetta ekki.
Ég hata Ísland, ógeðslegt veður, alltaf fokkin kalt og blautt.
Ég get ekki beðið eftir að flytja frá Húsavík, en það er alltof langt þangað til.
Ég hélt þessi jól yrðu öðruvísi, kannski betri.
En neeei, þarf bara að verða ógeðsleg og gera allt vitlaust.

I'm Out.