ókei.. þannig er að nuna á systir min litla yndislega stelpu sem er að verða 2 ára bráðum.. foreldrar mínir, s.s. amma og afi hennar eru hinsvegar að gera mig mjög áhyggjufulla gagnvart þessu afa og ömmu hlutverki…

okei.. krakkin er eins og eg sagði áðan að verða 2ja ára og hun er farin að stjórna öllu i kringum sig.. sérstaklega mömmu minni.. hun fær allt uppi hendurnar ef hun grenjar nógu mikið, ef hun á að borða matin sinn og hun vill það ekki þá byrjar hun að grenja og henni er strax slept niður á gólfið og þarf ekki að borða matinn sinn, hun fær ís fyrir mat og allt það nammi sem henni langar i hvernær sem er og hvar sem er,
hun var t.d að borða mat hja mömmu minni i kvöld, hamborgari, og hun sá sukkulaði og benti á það og sagði “svooona! svooooonaaa!” og mamma benit á sukkulaðið og sagði “langar þig i svona?” og hun játaði þvi og þá tók mamma sukkulaðið og sagði “þu færð svona eftir matinn” og þá byrjaði krakkin að garga ur frekju og krókódíla tárin byrjuðu að koma. og svo grenjaði hun i 1 mínutu og svo alltieinu þagnaði hún, þá var mamma mín búin að láta hana fá súkkulaðið sem hun vildi fá… og hun var ekki buin að snerta við matinum! tek fram að hun var buin að fá ís áður en hun fékk matinn.

Ég get ekki ráðið við það að hafa áhyggjur af þessu barni, þar sem eg var lögð i einelti í æsku fyrir að vera og feit og “vinsælu” stelpurnar i skólanum sögðu við hinar stelpurnar “ ef þið leikið við hana(s.s mig) þá tölum við aaaldrei við ykkur aftur” þannig að eg var alltaf ein og yfirgefin og átti enga vini þvi eg var of feit.. þessi frænka min á pottþétt eftir að verða of feit i framtíðinni með þessu áframhaldi. og það gerir mig sorgmædda þvi að það sem eg gekk i gengum er enþá að koma uppi huga minn þegar eg sé myndir af þessum stelpum sem voru með mer i skóla..

þetta eru samt ekki einu dæmin um sykurát frænku minnar, hun fékk einu sinni 3 íspinna(og það ekkert litla) i einu og plús eina skál af ís með súkkulaðisósu og nóakropp kúlum. oooog ekki borðaið hun mikin mat áður! henni er lika mútað með nammi til að vera þæg..

er þetta eðlilegt!?

ef eg væri valdurinn af offitu einhvers barns og það barn myndi verða fyrir einelti útaf fitu þá myndi mer liða illa i hvert sinn sem eg sæi þetta barn vera leitt eða grátandi utaf krökkunum i skólanum sem leyfa þvi ekki að vera memm utaf þvi það er of feitt…


varð bara að koma þessu frá mer:)