það vill svo skemmtilega til að ég er í geggjuðu nöldurstuði núna, vill svo skemmtilega til að ég ákvað að endurnýja bílinn minn fyrir um 6 mán síðan, átti gamlan traustan kagga sem að löggan var svo yndisleg að klippa númerin af vegna minniháttar örðuleika, og nokkura grindarbrota.
Ég var búinn að eyða talsverðum pening í þann gamla til að halda honum í standi, svo ég fékk þá geggjuðu hugmynd að ef ég myndi nú kaupa mér nýjan lítin keyrðan bíl myndi viðhaldskostnaðurinn vera það sama og enginn.
En viti menn, fyrir um mánuði áhvað ég að fara að spara, því ég var að verða búinn með sumarpeninginn minn, þá datt þessum frábæra bíl mínum í hug að fara að klikka.
2003 módel (á götuna 2004) keyrður um 28 þús núna, byrjaði á því að klikka minniháttar og núna er tölvan komin í fokk í honum, búinn að eyða vel yfir 150 þús kalli í hann seinasta mánuðinn.
Sem mundi vera u.þ.b. sama upphæð og gamli bíllinn minn + allar viðgerðir og viðhald á honum kostuðu samanlagt.
og ég spyr hvar er réttlætið í þessum heimi?