Okei, ég er hrædd.

Það er þessi gella, ein gella í skólanum mínum.
Þegar við vorum í leikskóla og svona fyrstu árin í skólanum vorum við bestu vinkonur og vorum alltaf saman.
Hún var alltaf svolítið spes, uppáhalds liturinn hennar var sami og minn, uppáhalds hljómsveitin eins og mín, uppáhalds búð/dýr/barbídúkka/whatever.
Allavega, þegar við urðum eldri hætti ég að vera með henni og fór að vera með öðrum, eldri vinum mínum.
Alltílagi með það, en svo þegar við byrjuðum á unglingastiginu (8.bekk) fór ég að breytast svolítið í dekkri fatastíl t.d. og harðari tónlist.
Stuttu seinna var hún orðin þannig líka, ef ég hlustaði á eitthvað þá hlustaði hún líka á það, fötin hennar voru mjög lík mínum, málningin - stíllinn var alveg eins.
Ég reyndi að láta þetta ekki fara í taugarnar á mér en svo fór hún að ganga lengra.
Hún fór að segja sömu orð og ég, eitthvað sem ég var t.d. með á heilanum og hún fór að segja það líka.
Ég var farin að pirrast svolítið á þessu en svo voru aðrir í skólanum farnir að taka eftir þessu og tala við mig og
vini mína um þetta.

Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta hlaut að vera farið að ganga svolítið of langt.

Hún hélt þessu áfram lengi, ég byrjaði að drekka - hún líka.
Og svo í 9.bekk þá byrjaði ég að fikta við að reykja - hún líka.
Ég eignaðist kærasta og stuttu seinna var hún líka komin með.
Ég hef alltaf verið mjög opin með skoðanir mínar og hefði kannski átt að passa mig í návist hennar því alltaf þegar ég sagði eitthvað, þá einhvernvegin var það komið í hennar skoðun líka.
Og svo var ég að dúlla mér með gaur í 9.bekk, og hætti því svo stuttu seinna.
Nokkrum dögum seinna var hún að dúlla sér með honum (og hann býr í Rvk og ég á Hvk þannig þetta er svolítið
spes “tilviljun”)
.
Alltílagi, seinna var ein vinkona mín orðin mjög pirruð á þessum stælum í henni og talaði við hana um þetta.
Auðvitað fór hún alveg í vörn og allt sem hún sagði var bara rugl, nei hún var alls ekkert að herma eftir mér eða neitt þannig.
Okei fine.
Ég sagði henni hvað mér finndist og þá sagði hún bara; nei ég er bara að reyna vera ég sjálf.
Ef þið hafið lesið þetta nógu vel þá hljómar þetta pínu kjánalega hjá henni.

Ég hef verið að ganga í mjög litríkum buxum frá 9.bekk og í allt sumar, ég á bleikar, rauðar, fjólubláar og grænar.
Eftir sumarið var hún komin með allskyns litaðar buxur.
Í sumar byrjaði ég á tunnelinu mínu,
ég kom í skólann og þá vildi hún fá sér tunnel.
Í sumar var ég með strák sem býr í Rvk.
Ég hætti með honum.
og núna er hún með honum…
Vinir mínir segja að það gæti verið að hann sé að nota hana útaf mér (afþví ég&þessi stelpa erum í svipuðum vinahóp í bekknum mínum
og búum náttúrulega í svo litlu samfélagi)
en hvað er hún eigilega að hugsa?
Hann er langt frá því að vera fallegur, skemmtilegur, sjarmerandi né neitt þannig.
Ég var nú eigilega bara með honum afþví… tja já ég nenni ekki að útskýra það, en var aldrei neitt hrifin af honum.
Allavega, þá finnst mér þetta verulega creepy.
Og núna mjög lengi er ég búin að vera að væla um að fá snakebites, en foreldrar mínir leyfa það ekki.
Um helgina fékk hún sér snakebites.

Ég man ekki mikið meira en þetta er ekki það eina.

Er þetta bara paranoia í mér eða ætti ég að gera eitthvað í þessu?
Ég er orðin virkilega hrædd, án gríns.
Hvað get ég gert?

Bætt við 18. september 2008 - 17:28
Okei það eru margir búnir að vera að spurja svo já
Hvk = Húsavík.
Og Húsavík er bær í klukkutíma fjarlægð frá Akureyri, (: