Mér hefur ekki liðið svo vel nýlega. Fæ oft köst. Fer stundum allt í einu að gráta út af engu. Eða bara að hlæja út af engu. Erfitt að stjórna tilfinningarnar. Erfitt að vera viss hvort að ég sé að sjá hlutina rétt eða ekki. Ég hef alltaf verið frekar góð í að sjá hvað er í gangi (þótt það virðist ekki). Ég tala ekki mikið (fer náttrúlega eftir) og er bara að fylgjast með. En einmitt núna hef ég ekki hugmynd hvað er eiginlega í gangi. Allt í rugli!

Allavega “pointið” sem ég ætlaði að koma á framfarir hér.. Er að út af þessu “tilfinninga-flippi” er ég búin að gera klikkaða hluti. Hluti sem ég hafði aldrei gert áður. Meðal annars að klippa hárið mitt stutt og kaupa lita-linsur. Mér líður eins og mér myndi kannski líða betur ef ég myndi breytast bara. Ég veit þetta hljómar mjög flippað. En ég veit ekki, þetta er bara sjálfkrafa. Ég tók ekki eftir þessu fyrr en ég byrjaði að hugsa hvað ég væri búin að breytast mikið á örfáum vikum.

Allavega þetta er ekki beint mjög athyglisverð grein, en takk fyrir að lesa hana samt. Ég er frekar “bored” einmitt núna..
kengúúrúúú-íííís