Jæja fyrirsögnin segir allt “Hvað er það hálvitalegasta sem ykkur hefur verið líkt við ?”

hjá mér er það að mér var líkt við einn hnakka í skólanum minum (sem er VERULEGA mikill hnakki haha :D)…og ég er svona rokkara típan hermannajakka, húfu slitnum galla buxum og svoleiðis, þannig að mér fannst þetta mikil móðgun því ég HATA hnakka.

Bætt við 5. september 2008 - 13:20
ok váá þetta kom illa út, ég meinti að ég er eiginlega akkurat andstæðan við hnakka og ég hef kynnst dáldið af hnökkum og flestir hafa komið mjög illa framm við mig og verið með allskonar leiðindi og vesen, þessvegna og vegna nokkra aðra ástæðna líkar mér ekki neitt rosalega vel við hnakka. En ég er ekki að segja að hnakkar séu vondar og leiðinlegar manneskjur og ég biðst afsökunar ef ég náði að móðga einhvern..