Það er doldið fáranlegt að lesa greinarnar hérna sem hafa verið skrifaðar um okkur Íslendingana, ‘bestu þjóð í heimi’. Ein greinin er skrifuð af náunga sem er að því sem mér sýnist ein mesta pushover sem ég hef séð, hann lætur eigin aumingjaskap bitna á fólki sem einfaldlega tekur kosti sér til hagnaðar í lífinu hérna á netinu.

Það er númer eitt, tvö og þrjú að skilja að í hverri sveit finnst svartur sauður og það má aldrei dæma hina útfrá honum, eða er það ekki annars ágæt þumalputtaregla. Getum við virkilega sagt ef einhver ræðst á lögregluna eða pólverja, að allir gera það? Er það ekki barnalegur hugsunarháttur.

Hvað er þá svona gott við Ísland? Fyrst af öllu höfum við vonda veðrið, sem gerir sólríka daga nánast alltaf skemmtilega. Við höfum kunnáttuna og stolt í að halda við tungumálið okkar. Við höfum barist við heimsveldi og haft betur. Við framleiðum ál og tökum þar með þátt í stríðsrekstri Bandaríkjanna. Við sinnum hjálparstarfi í Afganistan og erum mjög sterk þjóð á alheimsvísu í vatnsvirkjunum. Við bjóðum Pólverjum og öðrum útlendingum velkomna í landið og við höfum frábæra íslensku mjólkina. Mest af öllu þá höfum við litla sem enga fátækt, engin stríð og nálægðina við hvort annað.

Sem þjóð erum við nokkuð frábær, þess vegna finnst mér rangt að tala um ákveðið fólk sem sinnir ekki því sem við stöndum fyrir sem alla íslendinga.

Watch your thoughts; they become words.
Watch your words; they become actions.
Watch your actions; they become habits.
Watch your habits; they become character.
Watch your character; it becomes your destiny.
—Lao-Tze

Það er vísidómsperla að koma fram við náungan eins og hann kemur fram við þig. Ef þér finnst virkilega einhver slæmur við þig og þú ákveður að labba í burtu, taka the high way. Þá er mikilvægt að koma ekki á netið og skíta þann einstakling út sem alla Íslendinga.

Fólk sem skítur yfir hagkerfið okkar og stjórnmál því það eru atriði sem mættu fara betur hugsar of mikið um það sem það hefur ekki frekar en að hugsa um það sem það hefur. Áður en við óskum okkur gull og græna skóga er vert að hugsa hvort við höfum það ekki fyrir? og hvort það sé ekki í lagi að hinkra aðeins við, drekka vatnið okkar sem er nánast pörfekt eða mjólkina sem gefur ekkert eftir, borða baksturinn hennar ömmu, horfa á sjónvarpið sem gæti hægilega náð öllum rásum í heiminum. Kannski klikka á rás sem sýnir hjálparstarf í Afríku, glotta og hugsa með sér ,,þau hafa ekki það sem ég á.''

Ég tel Ísland besta stað í heimi til að lifa á og mér leiðist það væl sem kemur frá sumu fólki hérna.