Já, hvað hefur þú átt marga síma í gegnum ævina? Þá á ég reyndar við gsm síma..

Fékk minn fyrsta þegar ég var að verða 13 ára (sem var árið 2001) og það var svona Nokia 3310. Endist mér í 3 ár. Fékk mér svo sony ericsson samloku síma sem endist mér í 2 ár. Man ekki hvaða gerð það var en hann var mjög vinsæll árið 2004. Og svo.. á ég núna ódýran Nokia síma sem kostaði mig litlar sjö þúsund krónur fyrir 2 árum. Virkar ennþá alveg fínt. :) Þannig að ég hef átt aðeins 3 síma á 7 árum. Nokkuð góð nýting myndi ég segja. ;)

En hvað með ykkur?