Ég bara verð að spyrja ykkur kæru hugarar hvað er málið með að endalaust vera að leiðrétta fólk um stafsetningavillu?
fer það svona hrikalega i taugarnar á ykkur þegar einhver segir seigja í staðin fyrir segja? eða þegar einhver segir spurja í staðin fyrir spyrja?
Fólk sem er að skrifa greinina gæti verið lesblint, skrifblint eða bara almennt lélegt í stafsetningu og þurfið þið þá(ég er alls ekki að alhæfa)að rakka aðilan niður fyrir einhverja klaufalega stafsetningavillu?
meina þetta gæti verið fljótfærnisvilla eða guð má vita hvað… bara stundum skil ég ekki í illkvitninni í sumu fólki sem er hérna inná…
En tilgangur með þessum kork var bara að spyrja hvað þið fáið útúr þessu? Því ekki sé ég það ég get vel lesið grein sem er stútfull af stafsetningavillum og engin enter takki notaður, fer bara ekkert í taugarnar á mér.

Ég var að lesa grein rétt áðan.. fólk var löngu hætt að ræða málið sem greinin var um það var bara þú ert heimskur því þú kannt ekki að skrifa þetta orð rétt… Og það fór svo í mig að þau voru farin að rífast útaf þessu að ég varð bara að spyrja ykkur að þessu…