Sæl veriði

Hafið þið heyrt af Paul Rames? Hann er flóttamaður frá Kenyju og er hann í mikilli hættu á að vera drepinn ef hann er þar. Kona hans og mánaðargamall sonur hennar eru hér á landi. Stjórnvöld skipuðu honum hinsvegar úr landi, hann og kona hans vissu ekki af brottför hans fyrr en einum degi áður en hann þurfti að yfirgefa landið.

Þetta er algjörlega til skammar og ég skammast mín fyrir Ísland núna.

Hinsvegar er kominn undirskriftarlisti sem skorar á stjórnvöld að leyfa honum að koma aftur til Íslands.

Endilega skrifið undir, markmiðið er að 10.000 manns skrifi undir en aðeins um 750 hafa skrifað núna.

Ramses verður sentur til London og síðan til Ítalíu. Ekki er vitað hvað verður gert við hann þar og hann gæti vel verið sentur aftur til Kenya. Hvernig haldiði að konu hans líði? Það að senda Ramses í burtu var einhver skyndiákvörðun sem fór ekki fyrir dómstóla eða neitt. Hryllingur, ég skil bara ekkert í stjórnvöldum núna og er yfirmig hneyksluð.

Endilega fáið alla sem þið þekkið til að skrifa undir! Sýnum nú að það er lýðræði hérna!

Bætt við 4. júlí 2008 - 14:21
Haha, auðvitað gleymdi ég að senda inn link á undirskriftarlistan :)

Hérna er hann:

http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses
An eye for an eye makes the whole world blind