Líður ekki smá illa -.-'

Fyrir svona þrem dögum fór ég að fá hálsbólgu og alltaf þegar ég fæ hálsbólgu fæ ég endalausa eyrnaverki.
Erum loksins að fara til læknis í dag (byrjaði að kvarta strax því ég hef fengið streptokoka hálsbólgu svo oft og veit hvernig það er).

Þurfti svo að hjóla heim í gær því ég var ekki á bíl. Keðjan slitnaði og ég datt fram fyrir mig á hjólið. Núna er ég með marbletti upp alla löppina, get ekki labbað því ég meiddi mig í öklanum, fullt af húð skrapaðist af handleggnum á mér og get ekki hreyft hausinn því ég meiði mig svo mikið í hálsinum. Svo veikindin ofan á það.
Ekki smá pirruð og þreytt núna.