Ég fór í ríkið á snorrabraut núna í hádeginu og fékk mér hamborgara. Svo eru þarna borð upp við vegg og stólar. Þegar ég kom að borðinu var her af rusli þar eftir hóp af unglingum(~15-17) sem var þarna á undan. Opnar kokteilsósudósir, franskar á gólfinu, notaðar servéttur út um allt borð, pappír og fleira. Þetta var eins og eftir smábörn.

Gerir fólk svona heima hjá sér? Ég er engin do-gooder snyrtipinni, en þetta er ógeðslegt. Maður getur að minnsta kosti látið líta út eins og maður sé ekki 5 ára! Það eru ruslatunnur sitt hvoru megin við borðið og það er ekki eins og það sé langt í þær eða eitthvað!

Þið sem voruð þarna, ef þið lesið þetta, þá vitið þið hver þið eruð og þið ættuð að skammast ykkar!

Sveiattan, subbur.