og ég ætla að nöldra yfir lífi mínu.

Ég kann ekki að biðja einhvern um að gera eitthvað með mér. Mér finnst ég alltaf vera að troða mér upp á manneskjuna og þessvegna bara spyr ég yfirleitt ekki neinn.

Svo þegar ég er ekki spurð hvort ég vilji gera eitthvað og ég sé á msn: Nafn&Nafn&Nafn&Nafn (og allt kannski vinir mínir) þá finnst mér eins og enginn vilji hitta mig eða ég sé leiðinleg. Og ég eyði kvöldinu heima í tölvunni og bara verð fúl út í allt.

Og ég bara þoli þetta ekki. Af hverju get ég ekki drullast til að gera eitthvað, af því að þú verður að gera eitthvað, ekki bíða eftir að það gerist fyrir þig.

Upp á síðkastið hefur mig langað að hafa mikið af fólki í kringum mig og undanfarið hef ég verið mikið ein. Og það er ömurlegt.

Kannski þjáist ég af einhverri hræðslu eða eitthvað. I don't know.

Auðvitað gerist það að ég er spurð hvort ég vilji gera eitthvað. Og ég ætti að vera glöð af því að það gerist en ég er ekki ein all the time.

En lausnin er að gera eitthvað sjálf.

Nöldur búið.