SOS, er búin að eyðileggja lífið mitt!!! Hjáálp ? Ég kynntist stelpu,sem reyndist mér rosa góð vinkona, en ég gerði það sama… í fyrstu.
Mér fannst hún eitthvað uppáþrengjandi, og hrinti henni frá mér, og fór til hinna stelpnanna,
sem ég var með áður en ég kynntist henni. Þær eru svona helmingi+ verri vinkonur en hún…
En svo urðum við aftur vinkonur. Svo komst ég að því að við vorum svo miiikið öðruvísi, og lét það trufla mig.
Fyrir svona viku eða eitthvað þannig, þá hrinti ég henni aftur frá mér, og er komin í frekar vondan og lélegan félagsskap.
Mér líður bara ekki vel,og stundum poppa upp hugmyndir um sjálfsmorð…
En allavega, þá er hún núna alltaf ein, með alltaf sama svipinn,og ég man eigilega ekki hvenar ég sá hana brosa.
Ég held að henni líði svipað og mér.
Svo lést amma mín, og þá brotnaði ég alveg niður. Mér finnst lífið alveg tilgangslaust!
..Þessi stelpa á vinkonur sem eru tvíburar,alveg geggjaðar stelpur, og við 4 vorum búnar að skipuleggja að hittast þegar þær koma…
Nei,nei það verður ekkert að því,ég er búin að eyðileggja það.
Fjölskyldan mín komst að því að við værum ekki vinkonur lengur, og vilja að við verðum aftur saman,
en þessi stelpa er búin að biðja mig um að verða aldrei vinkonur aftur,
í ótta um að ég geri AFTUR sömu mistkökin. Ég er sammála henni.
Það er bara tímaspursmál hvenar hinar stelpurnar hrinda mér frá sér.
í augnablikinu er ég vinsæl og vitiði hvað? ÞAÐ ER ÖMURLEGT .

Ég læt líðan bitna á útlitinu, geng LANGmest í svörtu,og klessi á mig eyeliner.
Ég er ekki að fýla þetta líf, og er núna að fatta að þessi stelpa bjargaði eigilega lífi mínu.
Núna er ég búin að hrinda henni frá mér,og er engin stelpa í bekknum sérstaklega góð vinkona,
fyrir utan hana,auðvitað. Ég er að deyja hérna!
Og núna,einmitt núna,þegar ég er hætt að vera með henni, þá er ég byrjuð að fá nokkurn veginn sömu áhugamál.. damn it !

HJÁLP

hvað á ég að gera?????? -.-

-Ég ætla allavega að hætta að vera í vonda félagsskapnum, það er skárra að vera ein með iPodnum <3
Ég ætla líka að hætta að vera leiðileg við stelpuna,þó hún vilji ekki vera vinkona mín.
SAMT,
ef þið hafið ráðleggingar,þá kommenta,plís og takk <3