Ég og vinkona mín vorum að pæla í einum hlut um daginn. Hun var búin að lesa bókina “ samræður við guð” og í henni átti guð að hafa sagt : Framkvæmdu áður en þú hugsar. Hún sagði að það væri ekki rétt. En ég fór að velta þessu fyrir mér (: . Ég held að allir ættu að kannast við að fá hugmynd, einhverja góða hugmynd sem bara “poppar upp”. Er það þá frá hjartanu ? Kannski ? Hugmyndin væri þá kannski : ætti ég að stofna fyrirtæki eða ætti ég að spurja þennan strák um blabla bla hvað sem það væri. En þá færu hugsanirnar í gang : nei ég get það ekki, það er ekki hægt, ómögulegt. og svo ákveðiru að sleppa þessari hugmynd sem hugsanlega hefði verið stórkostleg ef þú hefðir ekki hugsað bara framkvæmt það ?

Margir hugsa kannski ; já en hvað með hugsanir sem eru kannski : “Ég ætla að lemja þennan” eða eitthvað. Kannski ? En svoleiðis hugsanir koma aldrei frá hjartanu ? ;D eða hvað ? :D
Njóttu lífsins, lifðu í núinu og brostu sama hvað …