Á leiðinni heim frá Íslandi keypti ég mér eintak af blaðinu Sagan Öll. Las það og líkaði ágætlega, en það er ekki það sem ég ætla að nöldra um.

Eintakið sem ég keypti mér var sem sagt tölublað 1/2008 . Í greininni“Snyrtipinnarnir Egifsku”, og reyndar annarsstaðar í blaðinu þó mest hafi borið á því í þessari grein, var endurtekið skrifað “Egiftaland”, “egifskt”, “egiftar” og fleira í þeim dúr. Þetta á að sjálfsögðu að vera Egyptaland, egyptar o.s.frv.

Veit ekki hvort að það hafi verið einhver Laxness fílingur í höfundnum, en þetta fór allavegana í taugarnar á mér.

Takk, nú er ég búin að fá að væla smá

Bætt við 23. mars 2008 - 10:18
Nohh, alltaf er maður að læra eitthvað nýtt, ekki vissi ég að bæði væru rétt
We're just two lost souls wimming in a fish bowl.