Ég las síðasta föstudag held ég grein í DV um einhverja krakka í Keflavík sem ætluðu að vera sniðug og stofna félag, íFí.
Þetta er semsagt rasista félag sem þessir krakkar stofnuðu því þau voru meðal annars pirruð á því að allir útlendingarnir eru að taka af þeim vinnuna og þau skrifa íFí á bílana sína til þess að mótmæla þessu útlendingapakki sem er orðinn svo mikil “pest” á okkar landi.

Ég virkilega vorkenni fólki sem hugsar svona, halda að það sé bara hægt að skella öllum útlendingum í stórt skip og allir heim til Póllands eða Litháen eða hvar sem þau búa.
Er löglegt að sýna rasisma á almannafæri eða skerst málfrelsi á við það og okkar réttur að hafa okkur skoðun?
Ætla kannski ekkert að vera dæma þessa krakka en þau sýndust ekki fyrir mér vera að reyna eitthvað rosalega mikið að halda í góða vinnu og hafa reynt að gera eitthvað gott úr þess.

Finnst fólki hérna á Íslandi að innflytjendur séu ekkert nema það slæma?
Get alveg trúað því að það sé pirrandi þegar þú ert að kaupa eitthvað í matinn og spyrð manneskjuna sem er að raða í rekkana hvar geymiði blabla og manneskjan ypptir öxlum og segir kurwa.

En ég spyr bara. Á hvaða sýru eru þessir krakkar sem stofna svona félag sem er alveg út í hött og skrifa síðan eitthvað logo eins og íFí á bílana sína? Vá svona fólk fer stundum í taugarnar á mér.