Vil byrja á að taka það fram að ég er enginn aðdáandi smáís, mér finnst það mjög mikill bömmer að torrent.is var lögð niður, en málið er bara að ég skil stöðuna þeirra, en ég fékk bara þessa frábæru hugmynd!

Afhverju tekur enginn hugari sig hérna til, stofnar fyrirtæki, leggur tugi milljónir króna til að fá höfundarétt á allri tónlist og kvikmyndum sem flutt er inn að utan og í stað þess að selja hana bara dreifa henni bara frítt til allra?
Hljómar það ekki bara glæsilega fyrir alla nema greyið sem þarf að greiða milljónirnar í réttin og fær ekkert til baka?

Ég veit að þið viljið blóta smáís í sand og ösku en hafiði samt aðeins pælt í þessu, þeir eru bara alveg eins og öll önnur svona fyrirtæki á landinu/heiminum, kaupa hluti frá framleiðanda og selja svo með álagningu.
Þetta er jafn asnalegt og ykkur fyndist fáránlegt að við mættum ekki fara i Byko eða Elko og taka hlutina frítt, þetta er TÆKNILEGA sama dæmi.

Ég er hvorki með né móti smáís, ég er 100% hlutlaus og plís ekki koma með óþroskuð og fáránleg svör, komið með almennileg rök byggð á staðreyndum, ræðum málin að alvöru.