Ég mun sniðganga allar vörur sem smáís eru með puttana í, þar til þeir láta af þessu stríði sem þeir eru að heyja gegn venjulegu fólki, eða glæpamönnum með bremsufar í nærbuxunum eins og þeir vilja kalla okkur. Þó er langt í frá að ég hætti að versla mér tónlist, ég ætla bara að sjá til þess að ekki ein einasta króna fari úr mínum vasa í þeirra. Ég ætla líka að halda áfram ólöglegu niðurhali mínu til að víkka sjóndeildarhring minn í tónlist, en þökk sé internetinu hef ég verslað svoleiðis bunkana af diskum með listamönnum sem ég hefði annars aldrei heyrt í. Þökk sé internetinu og ólöglegu niðurhali hef ég eytt slöttung meira af peningum í tónlist en það sem flestir gætu talið eðlilegt.
Ætla samt ekki að eyða orðum mínum í þessa lágkúrulegu sjoppu sem smáís er(ég rita það með litlum staf af ásetningi), með því að senda á þá email, hef það á tilfinningunni að þeir séu að fá ausurnar yfir sig í tölvupósti og punkturinn sé að komast til skila, auk þess sem ég myndi líklegast tala fyrir daufum eyrum.