Ég varð bara að tjá mig um hvað skólasund er ömurlega illa skipulagt, sérstaklega fyrir stelpur.
Málið er að í mínum skóla þá fara stelpur í sund kl. 8:10 á fimmtudagsmorgnum og við fáum að fara uppúr kl. 8:40, tíu mínútum áður en næsti tími byrjar.
Það er bara staðreynd að stelpur þurfa sinn tíma og 10 mínútur er alltof lítið! Ég er bara svo….fed up! Endalausir seint-punktar og þ.h. rugl.

Er þetta líka svona í ykkar skólum?

PS: Ég fer ekki einu sinni út í hversu ömurlegt það er að fara í sund svona snemma morguns…