Þetta er ekki beint nöldur en hef samt ekki hugmynd um hvar á að setja þetta.

Ég fór í keilu í gærkveldi með félögunum, í Öskjuhlíðinni. Um leið og stihið er inn fyrir dyrnar dynur á hljóðhimnurnar einhver tölvugerð lúppa, í alveg massífu hátalarakerfi. Ljósin eru auðvitað slökkt á brautunum og einhver neon blá ljós í gangi.

Fyrir hvern er þetta eiginlega? Afhverju þarf að hafa þetta svona?

Afhverju er ekki bara hægt að fara í keilu og spjalla og skemmta sér? Afhverju þarf maður að öskra til að hægt sé að eiga hin minnstu samskipti?

Hvað halda rekendur Keiluhallarinnar að þeir séu að græða á þessu.

Mér fannst þetta ótrúlega þreytandi og var kominn með hausverk og orðinn virkilega þreyttur (og stutt í pirringin) í lok leiksins.

Ég er eiginlega viss um að þeir sem fara í keilu í útlöndum þurfa ekki að sitja undir einhverju ömurlegu teknó bíti í bland við frekar ömurleg popp lög.

Hvaða helvítis fábjána datt í hug “diskókeila”? Helvítis fokkin gáfnaljós þar á ferð.