Ég er búin að þurfa að koma strætónöldri frá mér heillengi.

Ég þarf að taka S4 á hverjum degi, tek síðan 12, 14, 3 ofl einstaka sinnum.
Strætóinn minn kemur ALDREI á réttum tíma. Samkvæmt leiðabókinni og bus.is á hann að koma í strætóskýlið mitt 17, 37 og 57 en hann er oftast kominn 4-5 mínútum of seint.
Jú jú, ég skil alveg að það er umferð, umferðaljós, hálka, snjór og fleira sem gæti tafið þá en sumir þeirra eru einfaldlega ekki að skilja að það er fólk til sem þarf að komast í skólann! Ótrúlegt, en satt!

Á þriðjudaginn t.d. ætlaði ég í S4 klukkan 37 mínútur yfir. Var mætt galvösk í strætóskýlið um 32 mínútur yfir og allt í góðu með það. Ég beið… og ég beið… og ég beið. Ég samdi meðal annars lag um útrunninn skiptimiða sem var þarna við hliðina á mér. Loksins kom strætó.
Nú veit ég ekki hvort það var ég sem kom of seint eða hann - en klukkan var að minnsta kosti 49 mínútur yfir! Annað hvort var hann 8 mínútum of snemma eða 12 mínútum of seinn!!
Og ekki var hann að flýta sér - óháð því hvernig umferðin var og hvort það var hálka eða ekki. Mjög rólegur maður, ekkert að æsa sig.
Hann náði samt að koma bara 8 mínutum of seint á staðinn þar sem ég fór úr, en ég er var samt orðin freeeekar pirruð.

Ég þoli ekki svoleiðis bílstjóra, sem keyra á svona 5 km/klst og flauta ef til vill, ef þeir eru í góðu skapi.
Svo eru bílstjórarnir sem eiga það til að negla niður, hvort sem þeir hafa ástæðu til eða ekki.
Hvað þá með strætóbílstjórana sem keyra bara framhjá manni! Ég hef lent í því og fleiri sem ég þekki.
Ég hef líka lent í einum sem beygði inn í öll svona strætóstæði hjá öllum strætóskýlum þó að eeeeeeeeeeeeeenginn hafi verið í þeim og eeeeeeenginn ýtti á takkann.

Strætó súkkar.

Bætt við 23. nóvember 2006 - 09:05
Hey já, eitt í viðbót. Fyrst eitt svarið snerist um útlendinga…

Ég hef EKKERT á móti innflytjendum eða útlendingum, fínasta lið flest þeirra. En mér finnst samt lágmark að þegar þau ætla að vinna í vinnu eins og að vera strætóbílstjóri að þeir tali einhverja íslensku!
Ég var í mestu makindum í strætó um daginn þegar kemur stelpa inn og spyr hvort hann fari þarna fyrir ofan Fjölskyldu - og húsdýragarðinn. Strætóbílstjórinn sýnir henni e-ð kort og bablar eitthvað sem ég heyri ekki.
Sem betur fer þekkti stelpan aðra stelpu í þessum strætó sem sagði henni að hún gæti tekið þennan strætó. En það var ENGIN hjálp í bílstjóranum.
Sjálf flutti ég til Reykjavíkur í byrjun júní og þurfti þess vegna mikla hjálp fyrst, rataði ekkert og vissi ekkert hvar hvað var. Þá var gott að spyrja bílstjórana kurteisilega um hjálp.
Sem er því miður ekki hægt ef þeir tala ekki íslensku, eða þó að minnsta kosti ensku.
Stuttu seinna i sama strætó poppuðu tveir strákar inn til að spyrja um e-ð en þegar bílstjórinn gat ekki svarað þeim þá hættu þeir við.

>__
-Tinna