Fyrirgefið ágætu hugarar en ég bara verð að fá útrás á nöldrið núna.

Já, alveg hreint merkilegt með sumt fólk. Þar sem ég vinn í bíói, hef ég tekið eftir allskonar fólki, og nú er ég farin að þreytast virkilega á nokkru í fari fólks.

Í fyrsta lagi:

Það eru til fleiri en ein stærð af poppi, kóki og nachos. Það eru til eru einnig til fleiri en ein tegund af Nizza súkkulaði! Það er fátt annað sem fer í taugarnar á mér en þegar fólk segir “Ég ætla að fá kók og popp” Veit ekki hvað oft ég hef sagt þessa setningu “Hvaða stærð má bjóða þér?” Veit fólk í ekki að það eru fleiri stærðir? Ég meina, það eru spjöld sem hanga uppi í sjoppunni með glasastærðunum á. Sumir segja líka “Ég ætla að fá miðstærð af gosi” Það eru alveg til fjórar tegundir í vélinni, auk nokkurra sem eru inní kæli, ég bara því miður veit ekki hvernig GOS fólk vill. :)

Og já! “Ég ætla að fá ís!” “uu já, fyrirgefðu en það eru til um tíu ístegundir svo.. hvaða ís?” Aaa, hlunkar, lúxus, lurkar, sjeik, djæf o.s.frv. á ég í alvörunni að vita hvað fólk vill? Auðvitað spyr maður til baka “Hvernig ís má bjóða þér?:)”

Í öðru lagi:

ÞAÐ ER EKKI SJOPPUFÓLKINU AÐ KENNA ÞÓ AÐ RISA RÍSIÐ SÉ BÚIÐ! Ugh, “Hvaað, hvurslags starfsháttur er þetta eiginlega?” Og já, það var drullað yfir eina stelpu í sjoppunni um daginn af því að nammipokinn kostaði 14 fokking krónur! Gaurinn sagðist ætla að kæra þetta.. og lét reiði sína bitna á greyið stelpunni. En það er ekki hún sem kaupir inn þessa poka, eða ákveður hvort þeir séu partur af verðinu.

Í þriðja lagi:

Ah, já.. lenti einmitt í einu í dag. Tvær stelpur voru bara í einhverju chilli við að velja sér nammi. Konan fyrir aftan kom alltaf með einhverja svona svipi og horfði á mig eins og hún ætlaði að myrða mig þegar stelpurnar komu enn einu sinni “uuu.. ég ætla.. hmm, æi.. öö.. hvað kostar Nizza? Já, en lítið kók og miðstærð af popp? uu þá ætla ég bara að fá fylltar reimar.” Svo byrjuðu þær bara að spjalla eitthvað og heldu ekkert áfram að ákveða sig. Þegar kom loksins að þessari konu, þá hreytti hún orðunum bara út úr sér og kom með þennan ógeðslega svip. Ég óttaðist nú bara um líf mitt á þessari stundu. Fyyyrirgefðu að stelpurnar fyrir framan þig voru lengi að ákveða sig.

Í fjórða lagi:

Til mín á kassa kom miðaldra maður með þetta reiða augnaráð og hvassa rödd. “Ég ætla að fá tvær miðstærð af popp!” Hrækir hann útúr sér, mjööög reiður. En í guðana bænum! Hann er að kaupa sér tvö andskotans popp!! AF HVERJU AÐ VERA SVONA ILLUR?! Ekki var ég að gera honum eitthvað eða vera ókurteis, neinei.

En þetta er víst mitt starf, og þetta er það sem ég valdi mér. Ætli maður þurfi ekki bara að sætta sig við þetta og leiða þetta hjá sér. Hef gert það hingað til, en í dag bara sprakk ég. Fékk of mikið af leiðinda móral frá fólki, fólk sem var ekki búið að ákveða sig þó það hafi verið brjáááálað að gera og röð inní miðasöluna næstum því. En nóg komið af nöldrinu í dag.

Verið sæl að sinni elskurnar :*