Ég get ekki sofið.
Þannig er að frændur mínir sem hafa gist hjá mér síðustu viku voru að fara út á flugvöll og þurftu þess vegna að vakna klukkan 4 og þeim fannst það vera svona líka sjúklega fyndið að vekja mig í leiðinni þar sem ég hafði beðið þá um að vekja mig ekki.

Þannig að núna er ég vakandi eftir 5 tíma svefn að pæla í því afhverju allir vinir mínir séu svona líkir mér í útliti(eða ég lík þeim)

og síðan pínu viðbótar nöldur, Skólasetningin er í dag… Sem þýðir fullt af nýju fólki sem maður þarf að kynnast og einhver endalaus skólaferðalög upp í sveitir.

Bætt við 22. ágúst 2006 - 18:29
Okei ég get tekið til baka “að þurfa að kynnast fullt af fólki” var á skólasetningunni og það lýtu bara flestir ef ekki allir frekar nice út.
Ég er ekki að dissa þig… Hálfviti!