Ekki það að ég þoli ekki/sé á móti litlum krökkum á svona grunnskóla aldrinum 6 til kannski 8 ára, en vá hvað þau eru farin að rífa mikinn kjaft. Þegar ég var á þessum aldri reyndi ég að gera allt til þess að komast framhjá því að rekast á unglinga og ungmenni, hljóp liggur við heim þegar það var orðið dimmt.

Nú er þetta orðið allt öðruvísi, krakkarnir rífa kjaft við mann út í eitt ef maður labbar framhjá. Út í hvað er heimurinn að stefna?

Takk fyrir mig