Ég ætla ekki beint að nöldra, samt eiginlega nöldur. Allavega, smá tips fyrir þá sem eiga og/eða reka bíl. Ég vinn í sjoppu og langar að segja hvað mér finnst að Íslendingar gætu bætt í hegðun sinni á bensínstöðvum. (þótt útlendingar séu óneitanlega verri og það ætti að fylgja með öllum bílaleigubílum bæklingur með leiðbeiningum um akstur og hegðun bílaleigenda)


1. Á mörgum bensístöðvum er bæði hægt að fá þjónustu og dæla sjálfur. Lesið á skiltin! Þeir sem geta ekki lesið það sem stendur skýrt á skiltum ættu ekki að fá að keyra.

2. Ef það er möguleiki að ýta á takka til að borga inni - viljiði gjöra svo vel að muna a.m.k. hvort þið eruð með bensín eða olíu. Líka kannski að muna númer hvað dælan er og helst hvað þið tókuð mikið bensín. Það leiðinlegasta sem maður lendir í er að afgreiða einhverja hálfvita sem hafa ekki hugmynd um hvað þeir ætla að borga mikið (“Ég ætla að borga bensín á dælunni úti … Æ, þarna sem bíllinn er”)

3. EKKI KEYRA Í BURTU ÁN ÞESS AÐ BORGA!

4. Ef afgreiðslumaður spyr hvort þetta sé rétt upphæð, ekki bara segja “já, örugglega” og í staðin fyrir að hlusta ekki og pæla ekki í því hvað er verið að borga. Ég gæti þess vegna verið að láta fólk borga matinn fyrir mig og það myndi aldrei taka eftir því.

5. Ekki skamma starfsmenn fyrir of hátt bensínverð. Starfsmenn geta fæstir ráðið neitt um það.


Svo smá um almenna hegðun í búðum.

1. Ef þú ætlar að fá poka undir það sem þú keytpir, viltu í guðanna bænum biðja um það ÁÐUR en afgreiðslumaður rennir kortinu í gegn!



Man ekki meira í bili, en gerið það fyrir mig og aðra verslunarmenn að fara eftir þessu.