Vá hvað ég er orðinn leiður á mömmu og pabba, það er ekkert nógu gott fyrir þau. Td í samræmdu fékk ég tvær 9.5, tvær 9 og svo eina 8.5 í dönsku og hvað? Mamma kvartaði yfir því að ég væri svona lélegur í dönsku. Svo fór ég að velja framhaldsskóla og þau vildu að ég færi í MR og ég vildi það eiginlega líka, en svo sögðu þau að þeim væri alveg sama þannig að ég fór í Versló þó að mig langaði alveg svipað mikið í MR, vildi bara ekki láta líta út fyrir að þau gætu bara stjórnað mér, en þau sögðu auðvitað að þeim væri alveg sama, bara ef ég væri ánægður. Núna eru þau alltaf að nudda mér uppúr því að ég skyldi ekki hafa farið í MR og eru alltaf að tala um hvað eitthvað fólk sem það þekkir sé heppið að börnin þeirra hafi farið í MR og eitthvað drasl. Ég er semsagt alveg gallað barn afþví að ég fór ekki í MR.
Svo eru þau líka alltaf að röfla yfir því að ég sé latur, samt er ég búinn að vinna í allt sumar, ekki búinn að vera einn dag í sumarfríi en neii, ég er latur.
Ég geri ekki neitt, drekk ekki, er aldrei kominn heim seinna en tvö á nóttunni og þá er ég alltaf búinn að vera hjá einhverjum krökkum sem ég þekki þannig að þau þurfa aldrei að hafa áhyggjur af mér eða neitt, samt er ég alveg hræðilegt barn.
Varð bara að koma þessu frá mér, er nett pirraður yfir þessu.