Hvað er eiginlega að fólki? Eru þessir mótmælendur svona endalaust heimskir? Af hverju er verið að mótmæla þessu þegar verkið er rúmlega hálfnað? Það er ekki eins og þeir hætti bara við þetta og fari heim! “Það er fullseint í rassinn gripið þegar kúkurinn er kominn í buxurnar!”

Ég skil líka ekki af hverju það er verið að kalla þetta umhverfisspjöll því í sannleika sagt þá er þetta það besta sem getur hafa komið fyrir þetta svæði! Ég er búinn að koma þarna og þetta er sand og grjót auðn eins langt og auga eygir. Síðan þegar þetta verk er búið þá verður búið að græða mörg þúsund hektara svæði þarna, þarna verður komið stöðulón og á jafnvel eftir að verða fuglalíf þarna og fleira!
Kveðja,