Já, mér finnst svo gaman að nöldra! Og núna ætla ég jafnvel að nöldra um nokkra mismunandi hluti í þessum þræði, í staðinn fyrir að gera nokkra þræði, svona til að spara stigin. Ef þið skiljið.
Þetta er ekki beint nöldur samt, langar bara að deila nokkrum skemmtilegum hlutum með ykkur, kærum samhugurum mínum.

Einhverjir muna kannski eftir þræðinum mínum sem kallaðist “Heimskt fólk” og var hérna um daginn. Gaman að segja frá því að stelpan sem ég talaði um þar, týndi þremur kössum af vörum í dag. Hvernig sem hún fór nú að því…

Það er líka kona að vinna með mér. Hún er svona rúmlega miðaldra, alltaf með fullt af glingri. Hún reykir Capri sígarettur. Hún reykir voðalega skrítið samt. Fær sér eina sígarettu, fer út, kveikir í henni, reykir einn smók, drepur í sígarettunni og fer aftur með hana inn. Fimm mínútum seinna fer hún aftur inná kaffistofu, nær í stubbinn sinn, kveikir í honum úti, reykir einn smók, drepur svo í honum og fer aftur með hann inn. Þessvegna er alltaf kreisí stubbalykt inni á kaffistofunni okkar. Okkur finnst þetta fyndið svo við köllum hana stubbakonuna.

Það er líka önnur kona að vinna með mér, hún er líka rúmlega miðaldra og er kölluð fyndnu nafni. Hún ræskir sig endalaust, allan daginn. Ekkert smá ræsk samt, heldur kemur “hheeeerrrmmeeeeeehhhmmm” á 100 desibela blasti á þrjátíu sekúndna fresti. Rosalega sætt.

Rétt áðan var ég að lesa einhvern þráð hérna á huga og einhver var að reyna að vera svalur og segja eitthvað á ensku. Viðkomandi sagði eitthvað “People isn't…”. Ég ætlaði að leiðrétta hann (já mér finnst gaman að leiðrétta fólki, plís skítkastið mig!) því people er jú í fleirtölu og ætti því að vera “people aren't”. Ég er á móti enskuslettum ef fólk talar/skrifar hana svona kúkvitlaust. En allavega, ég lokaði óvart glugganum eða eitthvað, og nú finn ég þráðinn ekki aftur. Ég er búin að renna yfir alla þræðina sem ég man eftir að hafa skoðað í kvöld, en finn þetta komment ekki. Ég er miður mín.

Mig langar líka til að kvarta pínu yfir leiðinlegum viðskipavinum. Fólk (í 99% tilvikum miðaldra kellingar) sem koma í búðina og væla. Það er ein kona sérstaklega sem kemur allavega þrisvar á dag, á hverjum einasta degi. Í hvert skipti kemur hún og spyr: “Eigiði blablablabla” sem hún veit vel að við eigum ekki. Þegar við segjum henni svo að það sé ekki til hundskammar hún okkur og lætur einsog við, 15-18 ára krakkar í sumarafleysingum, berum ábyrgð á hvað er pantað inn og hvað ekki. Við bendum henni kurteisislega á að tala við verslunarstjórann ef hún hefur einhverjar kvartanir eða ábendingar, en þá blótar hún verslunarstjóranum í sand og ösku og fer svo í burtu í fýlu.
Tveimur klukkutímum seinna kemur hún svo aftur, spyr hvort við eigum ekki eitthvað rugl, og þá endurtekur þetta sig. Hún er alltaf að væla yfir því að við eigum ekki neitt (þó við eigum alltaf svo mikið af það er ekki pláss í hillunum fyrir allt úrvalið svo við þurfum að troða), en hún vill samt ekki væla í neinum nema okkur krökkunum sem ráðum engu. Ahh, og jú þegar við eigum svo eitthvað sem hún vill, nöldrar hún í okkur afþví það er svo alltof dýrt. Því auðvitað stjórnum við verðlaginu í búðinni! Hve sorglegt getur fólk verið, að eina lífstakmark þess sé að láta biturð sína bitna á krökkum sem eru að vinna vinnuna sína. Ég vorkenni henni pínu.


Ég held að þetta sé þá búið í dag. Takk fyrir.