Ég var lesa grein í morgunblaðinu um að Bandarískir þingmenn séu að berjast hart gegn vísindaveiðum.

Síðast þegar ég vissi þá vorum við ekki að veiða steypireyði heldur Hrefnur. Og hrefna er ekki í bráðri útrýmingarhættu. Síðan eru þessir blessuðu hvalir að éta fiskinn okkar svo ég sé ekkert að því að veiða nokkrar hrefnur.

En á vísindavefnum segja þeir þetta um Hrefnu:

Hrefnan (B. Acutorostrata) er sett í flokkinn ‘í lítilli hættu’ (e. low risk) og undirflokkurinn er skilgreindur sem nærri því ógnað (e. near threatened). Dýr í þessum flokki uppfylla ekki þau skilyrði að vera háð einhverri verndun en eru nálægt því. Eins og flestir vita hafa íslensk stjórnvöld heimilað veiðar á 38 hrefnum í ár. Tegundin þolir vel slíkar veiðar og jafnvel meiri. Málflutningur margra útlendinga um að ekki eigi að veiða hrefnur vegna þess að stofninn sé í útrýmingarhættu á því ekki við rök að styðjast.

Svo hvað í fjandanum eru þeir eitthvað að ibba gogg um þetta.

Ok þetta nóg nöldur frá mér.