Ég held að það sé ekki til svoleiðis mynd. Maður þarf að vera lítill og saklaus til að myndir hafi einhver svona áhrif á mann.
Síðasta mynd sem ég varð eitthvað “hræddur” á var Event Horizon, og það var í bíói og svoleiðis. Held samt að sú mynd myndi ekkert hræða mig neitt núna.
Ég biðst forláts að hafa ekki skrifað franskt orð rétt þar sem ég er nú sprenglærður í frönsku. Irréversible er það skrifað. Slepptu kommuni og þá færðu enska orðið.
Texas Chainsaw Massacre, Hostel sóðalegri útgáfan, hin er ekkert ógeðsleg. Saw er pínu ógeðsleg. Þetta eru einu góðu hryllingsmyndirnar sem að ég hef séð. Ekki eitthvað svona bregðukjaftæði.
Annars ef þig vantar ógeðslegar myndir sem eru líka fyndnar þá mæli ég með Bad Taste og Brain Dead. Bestu myndir Peter Jacksons :D
Texas Chainsaw Massacre… er það ekki myndin þar sem að hræðilega fyndni og asnalegi gaurinn með keðjusögina er?
hahahahaha ég hló mig máttlausa af þeirri mynd og ég er algjör aumingi þegar kemur að hryllingsmyndum!
annars til korkarhöfundnar: kannski þú sért að leita af hryllingsmynd en ekki svona sálfræðitrylli eins og er nú frekar þessu nýju myndir… Ég hef ekki séð wolf creek en ég heyrði að fólk sem fór á hana í bíó hafi lagst á gólfið og farið að gráta, kannski þú ættir að kíkja á hana? …Ég þori því ekki strax :(
Annars held ég að þú þurfir bara að finna hvað gerir þig hrædda/nn og horfir á myndir samkvæmt því ef þú vilt vera virkilega hrædd/ur?
Tja, mer finnst myndir sjaldnast hræðilegar nema þegar maður er einn heima að nóttu til að horfa.. Alger þögn í húsinu nema þetta skrítna hljóð sem kemur stundum úr stofunni/kjallaranum ??? En svo eru til ofurbregðumyndir eins og final destination.. ring, the grudge. Mothman Prophecies og White Noice geta verið “spooky” því þær eiga að vera byggðar á “sönnum” atburðum :S
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..